Jun
21
to Jun 22

Sólstöðuganga 2014

Breyttar forsendur hafa leitt til þess að gangan verður ekki í 24 tíma eins og fyrirhugað var. Gangan hefst á Jökulhálsi kl. 20:00, laugardaginn 21. júní. Gangan endar á sama stað u.þ.b. 8 tímum síðar.

Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu í gestastofu þjóðgarðsins í s. 436-6888 og hjá Út og vestur í s. 694 9513 / 695 9995.

Sjá HÉR fyllri lýsingu

Við fylgjum í fótspor Bárðar frá Dritvík

Lokapunktur er Tröði á Hellissandi

View Event →
Apr
12
10:00 AM10:00

Hugo - Minningarganga

"Komdu, ég þarf að hlusta á þig."

Tilvitnun sótt í Hollráð Hugos

 Hugo Þórisson

Hugo Þórisson

Þér er boðið í göngu í átt að Grímmannsfelli til minningar um góðan vin: Hugo Þórisson, sálfræðing.

Það var á Grímmannsfelli, þann 11. apríl 2010, að Hugo fann fyrst til þeirra veikinda sem drógu hann til dauða. Gangan á fellið var áfangi í undirbúningi hans fyrir toppinn; Hvannadalshnjúk, þá síðar um vorið.

Það var köllun Hugos að vekja okkur til umhugsunar um...

Minningargangan er farin í sama tilgangi, til að heiðra minningu Hugos og allt það góða sem hann stóð fyrir. Gangan er einnig hugsuð sem hlýtt og hressandi faðmlag við aðstandendur og nána vini Hugos sem takast á við söknuð. Einnig viljum við lyfta því fram að lífið er hreyfing og að hreyfing og útivist er góð leið til að næra lífsástina.

  • Hvenær: Kl 10.00 laugardaginn 12. apríl, 2014
  • Hvar: Byrjað og endað í planinu fyrir ofan Reykjalund og gengið inn á heiðar Mosfellsbæjar.
  • Lengd göng: ca 3 -4 tíma en ræðst nokkuð af veðri.
  • Erfiðleikastig: 2 (skali 1-5)
  • Búnaður: Klæðnaður eftir veðri og góðir gönguskór.
  • Nesti: Einu sinni verður stoppað og nesti snætt.
  • Þátttökugjald: Ekkert

Göngufélagar Hugos frá 2010 standa fyrir göngunni

Gefið myndinni músarsmell til að stækka hana

View Event →