Að standa á hápunkti

Sólstöðuganga þjóðgarðsins Snæfellsjökull 2018

Allir náttúruunnendur eru sérstaklega boðnir velkomnir!

Hér er breyting: Íslenska landsliðið spilar mikilvægan leik á heimsmeistaramóti á föstudag 22. júní. Við veðjum því á laugardag 23. og fögnum góðum sigri á toppnum... með 22. til vara ef veðurútlit verður afleitt.

Mæting kl. 18:00 á Arnarstapa

Gangan hefst kl. 20:00

Að venju stendur þjóðgarðurinn fyrir sólstöðugöngu í sumar. Á hápunkti sumarsins gefst okkur tækifæri til að standa á orkustöð sem gerir okkur í senn himinlifandi og jarðbundin. Jökullinn er svo magnaður á slíkri stundu að hann ljómar og skerpir vitund okkar um almættið, um söguna og straum tímanns. Hann kveikir líka á vitund okkar um eigin styrk og ábyrgð á framrásinni.

Hvað er svona merkilegt við Snæfellsjökul?

Hann er hluti af fjallahring íbúa við Faxaflóa og Breiðafjörð, ca 80% þjóðarinnar.
Hann er hæsta fjall og eini jökullinn sem sést frá Reykjavík.
Hann er sögufrægasti jökull á landinu... og þótt víðar væri leitað.
Hann býr yfir aðdráttarafli sem dulúðleg orkustöð.
Hann er meðal jökla sem minnka hraðast á Íslandi.

Nú í sjötta sinn mun Út og vestur annast framkvæmdina.  Á Arnarstapa verður jöklabúnaði útdeilt og allir gerðir klárir fyrir sjálfa gönguna sem byrjar á Jökulhálsi í ca. 500 m. hæð og er reiknað með að gangan upp jökulinn taki 4-5 tíma og niðurgangan 2-3 tíma.

Þátttökugjald 16.000 kr. 

5% af verðinu rennur til björgunarsveitar svæðisins.

Vinsamlega bókið í dálknum hér til hægri.

Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu hjá Go West, s. 695 9995 og hjá gestastofu þjóðgarðsins í s. 436-6888 

Skoðið: Búðarlisti fyrir jökulgöngur

Loading...

Solstice hike 2013

Solstice hike 2014