Be at the Peak

Summer Solstice Hike – Snæfelljökull National Park 2018

Að standa á hápunkti

Sólstöðuganga þjóðgarðsins Snæfellsjökull 2018

Allir náttúruunnendur eru sérstaklega boðnir velkomnir!

Föstudag 22. júní með 23. til vara. (ræðst af verðurútliti)

Mæting kl. 18 á Arnarstapa - Gangan hefst kl. 20:00

Að venju stendur þjóðgarðurinn fyrir sólstöðugöngu í sumar. Á hápunkti sumarsins gefst okkur tækifæri til að standa á orkustöð sem gerir okkur í senn himinlifandi og jarðbundin. Jökullinn er svo magnaður á slíkri stundu að hann ljómar og skerpir vitund okkar um almættið, um söguna og straum tímanns. Hann kveikir líka á vitund okkar um eigin styrk og ábyrgð á framrásinni.

Hvað er svona merkilegt við Snæfellsjökul? - T.d.:

  • Hann er hluti af fjallahring íbúa við Faxaflóa og Breiðafjörð, ca 80% þjóðarinnar.
  • Hann er hæsta fjall og eini jökullinn sem sést frá Reykjavík.
  • Hann er sögufrægasti jökull á landinu... og þótt víðar væri leitað.
  • Hann býr yfir aðdráttarafli sem dulúðleg orkustöð.
  • Hann er meðal jökla sem minnka hraðast á Íslandi.

Nú í sjötta sinn mun Út og vestur annast framkvæmdina.  Á Arnarstapa verður jöklabúnaði útdeilt og allir gerðir klárir fyrir sjálfa gönguna sem byrjar á Jökulhálsi í ca. 500 m. hæð og er reiknað með að gangan upp jökulinn taki 4-5 tíma og niðurgangan 2-3 tíma.

Þátttökugjald 16.000 kr. - 5% af verðinu rennur til björgunarsveitar svæðisins.

Vinsamlega bókið í dálknum hér til hægri.


Solstice hike 2012

Glacier hike with "Go west" on the top of Snaefellsjökull, the famous volcano in Iceland Midnight summer night June 2012

Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu hjá Go West, s. 695 9995 og hjá gestastofu þjóðgarðsins í s. 436-6888 

Skoðið:

Búðarlisti fyrir jökulgöngur


Grundvöllur ferðaþjónustunnar hjá Út og vestur er að:

  • Skipuleggja alltaf ferðir í samvinnu við heimamenn á því svæði sem sótt er heim.
  • Fara um án þess að náttúru, menningu, umhverfi og öryggi sé teflt í tvísýnu.
  • Halda á lofti sögu og menningarminjum á hverju svæði.
  • Stuðla að frjóum samskiptum gesta og gestgjafa.

Við gerum þetta að veruleika t.d. með því að standa fyrir viðburðum í samvinnu við fleiri á svæðinu. Það er liður í að bjóða vistvæna og sjálfbæra ferðaþjónustu og er okkur mikilvægt því við vitum að gestir okkar vilja líka fá tækifæri til að láta gott af sér leiða. 

Sólstöðuganga er slíkur viðburður þar sem við vinnum með Þjóðgarðinum SnæfellsjökliMarkaðsstofu Vesturlands og ýmsum fleirum á svæðinu.

pagan celebration at winter solstice 2013

All nature lovers are warmly welcomed!

Friday June 22nd (Could be Saturday 23rd, depending on weather)

You meet up at 6pm at Arnarstapi - The hike start at 8pm

The planing for the annual summer solstice midnight hike is now almost in place. For the sixth time Go West will be responsible for the arrangement. The celebration will start at Arnarstapi with a short introduction and distribution of safety gear. Then we drive up to Jökulháls (500m). We estimate we will need 4-5 hours for the hike to the summit and 2-3 hours back.

Special price: 16.000 ISK

Loading...

Included

SeeEquipmetn list for a glacier hike  


Solstice hike 2013

Solstice hike 2014