Út og vestur

Við höfum mikla ánægju af og áhuga fyrir að njóta landsins gæða og dýrða með löndum okkar, enda þótt hér sé flestu lýst á ensku. Vinahópar af ýmsum stærðum og gerðum eru sérstaklega velkomnir.

Okkar uppáhaldsstaður er Breiðafjarðarsvæðið og Snæfellsnes. Þangað liggja rætur okkar. Við vitum hvað það svæði hefur að gefa og hvaða gnægtir þar er að finna, bæði andlegar og líkamlegar. - Við teljum okkur vera hluta af samfélaginu fyrir vestan og því segjum við: Út og vestur!

Við þekkjum líka önnur svæði prýðilega, eins og Suður-Austurland (Skaftafell og Öræfasveit), Fjallabak (bakgarð Eyjafjallajökuls), Hornstrandir (nyrsta hluta Vestfjarða) og ýmsar perlur í nágrenni Reykjavíkur.

Aðeins nánar hér um ÚT OG VESTUR  


Mælum sérstaklega með:


Banner image by  KEK